Þétt skipuð fávitum

Punktar

Tvö fjölþjóðasamtök hafa verið sprengd að innan og gerð að fífli. Þýzkaland eyðilagði Evrópusambandið með aðförinni gegn Grikklandi. Lætur gríska plebeja borga glæfra þýzkra banka með grískum auðgreifum. Bandaríkin eyðilögðu viku síðar Atlantshafsbandalagið með aðförinni að Kúrdum. Styðja loftárásir Tyrkja gegn Kúrdum undir því yfirskini, að þær séu stríð við ISIS. Samt eru Kúrdar virkustu andstæðingar ISIS. Rústun tveggja bandalaga á einni viku sýnir glöggt, að vestrænt stjórnkerfi stuðlar ekki að viti bornum leiðtogum. Þvert á móti er forusta hins vestræna heims þétt skipuð fávitum. Jafnvel Merkel virkar ekki.