Gordon Brown er þekktur tuddi. Það vissi Tony Blair og reyndi að losa sig undan loforði um, að hann yrði ríkisarfi. Brown fellur í næstu kosningum í Bretlandi. Hann grípur hvert stráið á fætur öðru til að bjarga sér. Ísland er það nýjasta. Fór í stríðsleik eins og Margaret Thatcher gerði 1982. Þá náði hún Falklandseyjum af Argentínu og vann kosningasigur. Ísland leikur hlutverk Argentínu í stríðsleik Browns. Það mun samt ekki duga honum til sigurs. Eftir stendur, að með ýmsum hætti olli hann Íslandi miklu tjóni í síðustu viku. Draga ber kostnað þess tjóns frá ábyrgð Íslands á IceSave.