Þekkja ekki fátæka

Punktar

Eignagreifar og fjárglæframenn hlaðnir milljarðaafskriftum á borð við Bjarna Ben og borgarstjóraefnið Eyþór Arnalds þekkja ekki fátækt fólk og efast um, að það sé til. Þeir þekkja bara potara, sem reyna að verða ríkir undir pilsjaðri ríkisins, afskriftum banka og kennitöluflakki. Fyrir þeim er fátækt bara slakt fjármálavit, sem sést ekki í meðaltölum og prósentum. Bjarni Ben trúir einlægt, að ljósmæður séu að sprengja upp launablöðruna með 20% kjarakröfu, þegar hann sjálfur hefur sprengt hana upp með 40% kjaratöku og auðgreifar með enn hærri kjaratöku. Hann er siðblindur og veit ekkert um þjóðina og um lífskjör einstakra hópa þjóðarinnar.