Fólk hefur ekki mestan áhuga á íþróttum og bíómyndum. Rannsóknir sýna annað. Margt efni fjölmiðla er meira notað en íþróttafréttir. Tölur sýna líka, að fleira fólk fer á málverkasýningar en fótboltaleiki. Þær sýna líka, að jafnmargir fara á söfn og í bíó. Fjölmiðlar virðast hins vegar telja annað, ef dæma má af efni þeirra. Stjarnfræðilegum upphæðum er varið í fótbolta, sem fáir nenna að sjá. Meðan menningarefni hefur að mestu verið úthýst, t.d. úr Kastjósi. Fjölmiðlar virðast líka telja, að fólk vilji fá efni um bíómyndir. Þótt meðaltalsáhugi þjóðarinnar sé nær menningarmálum.
