Þeir stífla færibandið

Punktar

Skrípaleikur Alþingis snýst um að stífla færibandið. Reyna að koma sem allra flestum málum í tímaþröng. Þannig vill stjórnarandstaðan stöðva ýmis góðmál, sem koma þjóðinni vel en sérhagsmunum illa. Efst eru þar á blaði kvótinn og stjórnarskráin, en rammaáætlun fylgir fast á eftir. Falli öll þessi mál, er fátt eftir af skrautfjöðrum ríkisstjórnarinnar. Eftir kosningar er reiknað með, að Flokkurinn myndi stjórn með annarri hórunni, Samfylkingunni eða Framsókn. Þá munu öll göfug mál verða sjálfdauð. Og meirihlutinn hefur svo veika sannfæringu, að hann nennir ekki að þvinga málin út í atkvæðagreiðslu.