Þeir segja stríðið víst

Punktar

Ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafnar því, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveði, hvort ráðizt verði á Írak eða ekki. Ráðizt verði á Írak, hvort sem vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna finni bönnuð vopn í Írak eða ekki. Þetta segir New York Times í morgun. Öll önnur ríki, sem sæti eiga í öryggisráðinu, vilja, að ekki verði ráðizt á Írak án atkvæðagreiðslu í ráðinu. Bretland hefur þá sérstöðu, að það vill atkvæðagreiðslu, en telur árás hugsanlega, þótt hún brjóti í bága við niðurstöðuna. Að vísu segir Guardian, að flestir ráðherrar aðrir en Blair forsætisráðherra vilji fara eftir niðurstöðu ráðsins. Vopnaleitarmennirnir sjálfir telja, að það taki nokkra mánuði, jafnvel sex mánuði að finna, hvort bönnuð vopn séu í Írak eða ekki. Málin stefna því eins og er að einkastríði Bandaríkjanna, hugsanlega með aðstoð Breta en ekki annarra mikilvægra ríkja.