Þeir ljúga þig fullan

Punktar

Ríkisútvarpið endurtekur ósómann frá alþingiskosningum. Býður kosningapróf, sem á að sýna þá flokka, sem næst standa þínum skoðunum. Samt hefur komið í ljós, að gerðir flokka eru allt aðrar og jafnvel þveröfugar við yfirlýstar skoðanir þeirra. Sjáið til dæmis Vinstri græn. Þar er 180 gráða munur milli stefnuskrár flokksins fyrir kosningar og gerða Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningar. RÚV er að gefa í skyn, að heilindi ríki í pólitík. Það er mesta rugl, sem ég hef heyrt um langt árabil. Alls engin heilindi eru í íslenzkri pólitík. Sé einhver flokkur nálægt þér í kosningaprófi RÚV, hefur Ríkisútvarpinu tekizt að ljúga þig fullan.