Þeir gargi út apríl

Punktar

Flott væri að hafa alþingi í skrípó fram undir kosningar. Gargandi bófar eru til þess fallnir að hrista upp í kjósendum, sem hingað til hafa yppt öxlum. Málþófið er til þess fallið að sannfæra fólk um, að enginn þingmaður megi ná endurkjöri. Verði stjórnarskráin til umræðu, man fólk á kosningadegi eftir þvermóðskunni á þingi. Að kröfu kvótagreifa og annarra, sem bezt mega sín, eru bófaflokkarnir tveir andvígir auknu lýðræði. Óbeit á stjórnarskránni nær einnig inn í raðir stjórnarsinna. Því lengur, sem alþingi bullar, því meiri líkur á, að fólk átti sig á þjónustu alþingismanna við þrönga sérhagsmuni.