Þeir fá klapp á öxl

Punktar

Íþrótta-fréttamenn fá uppreisn æru í doktorsritgerð Guðmundar Sæmundssonar um málfar þeirra. Rannsókn hans sýnir, að þeir eru frumlegri í málnotkun en aðrir blaðamenn. Búa til ný orðtök, sem eru skemmtileg í fyrstu, en verða síðan oft að klisjum eins og gömlu orðtökin. Þeir gæla við stuðla og höfuðstafi. Almennir blaðamenn virðast vera mun hlédrægari og undirgefnari við afspyrnu vont fagmál viðmælenda sinna. Við áheyrendur og lesendur hristum oft hausinn yfir málfari í íþróttafréttum. Því er hressandi að fá þessa ádrepu. Segir okkur í hnotskurn, að raunverulega séu það íþrótta-fréttamenn, sem hressast haldi íslenzku á lífi.