Kvótagreifum landsins er ekki trúandi fyrir peningum. Ofsagróða síðustu ára notuðu þeir ekki til að endurnýja fiskiskip og fiskvinnslu. Þorri gróðans fór í misheppnaðar fjárfestingar í öðrum greinum og öðrum löndum. Brenndu semsagt gróðann. Fengu þar á ofan risalán út á gróðann og brenndu einnig þau í öðrum greinum og öðrum löndum. Þannig hvarf hagvöxtur þjóðarinnar. Þetta gátu greifarnir gert vegna skorts á alvöru auðlindagjaldi. Ríkið hefði betur notað meiri hluta fjárins til gagns fyrir þjóðina. Nú er verið að reyna það og þá trompast greifarnir gersamlega. Baula í dag á fólk og hóta öllu illu.