Þeir borga aldrei

Punktar

Grikkir eiga fátt gott skilið. Allt þjóðarbókhaldið var skáldað frá A til Ö í hagstofunni. Menn nenntu ekki að vinna og fóru 55 ára á eftirlaun. Reikningur fyrir sukkinu var sendur þjóðinni allri og hún getur ekki borgað. Það er löngu ljóst. Og nú neita Grikkir að reyna að borga. Lánardrottnar verða þá að líta á mannlega þáttinn. Það geta þeir ekki, banksterar sjá aldrei fólk. Það stríðir gegn góðu fjármálaviti að gefa eftir skuldir. En kemur nokkuð annað til greina í dæmi Grikklands? Á Íslandi hafa skuldir allra flottustu bófa landsins verið afskrifaðar. Lánardrottnar og skattgreiðendur blæða. Það er bara svoleiðis.