Þegar traustið týndist

Fjölmiðlun

Hrun hefðbundinna fjölmiðla á sér þrjár meginorsakir:
1. Tæknin breyttist, nýmiðlar komu til sögunnar, tekjur hrundu.
2. Arðsemiskröfur fólu í sér afkastakröfur, sem hindruðu dýrar rannsóknir.
3. Nýir eigendur föttuðu, að notendur hafa takmarkaðan áhuga á gæðum.
Birtingarmyndir eru ýmsar:
1. Rannsóknafréttum stórfækkar.
2. Klipp & lím leysa sannreynslu af hólmi.
3. Kranaviðtöl eru almenn.
4. Ein skoðun plús mótskoðun látnar nægja, skoðanir ekki vegnar og metnar.
5. Mörk efnis og auglýsinga eru óljós.
6. Upplýsingar almannatengla eru meginuppistaða frétta.
6. Fréttahaukar eru reknir og fréttabörn ráðin.
7. Notkun tungumálsins hrakar.
8. Traust á hefðbundnum fjölmiðlum gufar upp.