Þegar gangráðinn vantar

Megrun

Flestir hafa innbyggðan gangráð í heilanum, sem segir þeim, hvenær komið sé nóg af mat. Hjá öðrum öðrum dofnar gangráðurinn með aldrinum og þeir fara að bæta á sig. Sumir þyngjast um kíló á ári eftir fertugt, ef ekkert er að gert. Svo eru aðrir, sem hafa alls ekki þennan gangráð, vita ekki, hvenær þeir eiga að hætta að borða. Þetta hvort tveggja skýrir mikið af ofþyngd og offitu í nútíma samfélagi, sem einkennist af lítilli hreyfingu. Þeir, sem ekki hafa gangráðinn, verða að koma sér upp ytri aðferðum til að hafa hemil á sér. Verða að átta sig á matarþörf sinni og koma sér upp aga í mataræðinu.