Vildi ekki þurfa að reka ferðaþjónustu Huang Nubo á Grímsstöðum. Er enginn sérfræðingur í ferðanýjungum. Veit, að ýmsir ferðadraumar Kínverja floppuðu, svo sem í Svíþjóð og Wales. Spái, að græðgiskarlar Norðurþings verði fyrir vonbrigðum með væntanlega innspýtingu í hagkerfið. Kínverjar munu vinna við uppbyggingu og rekstur Grímsstaða. Síðan gefast þeir upp einn góðan veðurdag og risavaxið draugaþorp blasir við. Væri ég að semja við Nubo mundi ég vilja tryggingu gegn hrakförum á borð við þær, sem alræmdar urðu annars staðar. Er hlynntur ævintýrum annarra, en tregur til að borga fyrir afleiðingar tjóns.
