Það var eins og ég hefði séð lík. Var ekki að horfa á sjónvarp, en heyrði röddina fyrir horn. Mér krossbrá, var einn höfunda hrunsins genginn aftur? Halldór Ásgrímsson var í drottningarviðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur hjá ríkissjónvarpinu. Þau sulluðu súkkulaðinu um allan skjá. Þar var enga blaðamennsku að finna. Ekki var minnst á frumkvæði Halldórs. Hann var og er sannfærður frjálshyggjugaur og bjó til kerfi stjórnlausra banka. Hans þáttur fólst í að tryggja, að dánarbú Sambands íslenzkra samvinnufélaga fengi einn banka. Halldór er næst á eftir Davíð Oddssyni í syndaregistri græðgistímans.
