Þagnarbandalag heimsfjölmiðla

Fjölmiðlun

Farinn að hafa miklar áhyggjur af lýðræðinu. Hávær er þögn heimsfjölmiðla um samsæri auðs og valda um, að auðræði yfirtaki Vesturlönd. Evrópusambandið og Bandaríkin eru búin að gera uppkast að samningi um réttarstöðu auðrisa sem jafningja fullvalda ríkja, TISA. Sérstakir dómstólar eiga að skera úr deilum þjóðríkja og fjölþjóðafyrirtækja. Draga á úr eftirliti með bönkum og verndun náttúru og neytenda. Í öllum atriðum er dreginn taumur þessa eina prósents, sem stjórnar heiminum í krafti auðs og valda. Ekki orð um þetta í Guardian, New York Times, Spiegel, Le Monde eða El País. Þagnarbandalag heimsfjölmiðla.