Þær fá þó sömu laun

Punktar

Íranskar konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að því leyti er staða þeirra betri en íslenzkra kvenna. Íranskar stúlkur fá sömu menntun og strákar og hafa sama aðgang að ábyrgðarstörfum. Að öðru leyti er staða þeirra ekki góð. Hefðbundin karlremba hamlar, einkum kenningin um, að staða kvenna sé bakvið eldavélina, samkvæmt orðavali Guðna. Fáar konur eru klerkar eða flugstjórar. Við verðum mest vör við slæðuna, sem er lögvarinn klæðnaður þar í landi. Væri þar frelsi, mundi helmingur kvenna kasta slæðunni. Frelsi Írana er takmarkað af íhaldsklerkum, kemur niður á báðum kynjum. Aukin olíu-velmegun sefar sárindin.