Þær elztu eru beztar

Punktar

Þær elztu eru beztar
Ég sit í bát og halla mér aftur, horfi á hallirnar við Stóraskurð líða hjá. Elztu hallirnar í Feneyjum eru býzanskar, frá þrettándu öll, svífa yfir vatninu og eru fegurstar. Næstum eins góðar eru gotnesku hallirnar frá fjórtándu öld. Þær hafa burðarþolið í súlum og eru léttar, ekki upphafnar eins og gotneskar kirkjur. Endurreisnarhallirnar frá fimmtándu öld eru klossaðar og ljótar. Enn yngri hallir eru enn ljótari. Eftir gotnesku hefur enginn stíll verið í húsum, nema kannski júgend og fúnkis. Annað er afkáralegt. Í sexhundruð ár hefur heimur versnandi farið í arkitektúr.