Það urgar í jöxlum

Punktar

Einar Ben er flott. Hann er ekki þungmæltur og torskilinn eins og margir telja. Notar oftast stutt og skiljanleg orð. Þótt sumar hugleiðingar hans um gátur lífsins hafi verið mikilúðlegar á síðari hluta ferilsins. Engin hefur lýst gæðingum betur en hestamaðurinn Einar Benediktsson: “Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm./Það hrökkva af augunum neista él./Riðullinn þyrpist með arm við arm./Það urgar í jöxlum við bitul og mél./Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum/og strjúka tauma úr lófum og glófum./Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél/logar af fjöri undir söðulsins þófum.”