Það sýður á byltingunni

Punktar

Syriza, vinstri flokkur Alexis Tsipras, fékk helming þingsæta í þingkosningunum í gær. Vill semja við Evrópu um helmings lækkun ríkisskulda Grikklands. Sigri Podemos, vinstri flokkur Pablo Iglesias, í þingkosningum Spánar síðar á árinu, hefur orðið bylting í evrópskri pólitík. Fátæklingar við Miðjarðarhafið neita að borga skuldir spilltra pólitíkusa og fjárglæframanna. Svipað gerðist raunar á Íslandi, þegar kjósendur neituðu að ábyrgjast Icesave. Munurinn er þó sá, að Íslendingar voru svo firrtir að fela Framsókn að framkvæma frelsun sína. Sitja því uppi með fávísa bófa, sem þjónusta bankstera og greifa. Grikkir vita betur.