Það er hlegið að þér

Punktar

Um allan hinn vestræna heim er hlegið að Íslendingum. Voru staðnir að verki. Kusu til valda siðlausan lýðskrumara að hætti Tayyip Erdoğan hins tyrkneska. Kusu heimsmeistara í fáránlegum kosningaloforðum, sem hann stóð ekki við. Kusu mann, sem hugsaði um það eitt að skara eld að eigin köku og auðgreifanna. Allt var ljóst þegar í kosningabaráttunni fyrir þremur árum. 29% kjósenda styðja þó enn ríkisstjórn bófans, er sjálfur flækti sig í eigin lygum í sænsku sjónvarpi. Átta árum eftir hrunið stendur þjóðin enn í sporum siðferðisheftrar grúppíu. Jafnvel Porosjenko í Úkraínu neitar að láta líkja sér við íslenzka tortólista.