Það er ekki Kanarí

Punktar

Í gamla daga fékk Sambandið um helgar að vita af fyrirhugaðri gengislækkun næsta mánudag. Þetta hélt Framsókn uppi um áratugi. Síðar tók Óli þjófur hlutverkið að sér. Jóhannes Nordal upplýsti pupulinn í gamla daga, að þetta væru ekki lækkanir, heldur gengisbreytingar. Nú fiktar Már Guðmundsson í genginu fyrir ríkisstjórn, kvótagreifa og ferðagreifa. Skyndilega léttari höft á gjaldeyriskaupum hafa leitt til straums lífeyrissjóða og annarra helztu bófa landsins með fé til útlanda. Búið að kaupa alla loftkastala innanlands. Erlendis eru kastalar traustari. Þess vegna féll krónan um 3% á mánudaginn. Ekki vegna þess, að þú fórst til Kanarí.