Teygist á straxinu

Punktar

Fyrir ári lofuðu bófaflokkarnir kjósendum gulli og grænum skógum. Framsókn nefndi „300 milljarða“ „strax“. Eftir kosningar var teygt á straxinu. Fyrst fært fram á haustið og síðan á heimsmetsfundinn í Hörpu. Þar var fjölyrt um „reiknivél“ í næstu viku. Og nú er aftur að koma fram á vor og komið er nýtt met í skotskífuna. Það er „stærsta upplýsingaverkefni“ Íslandssögunnar. Senn nálgast erfiðar kosningar og þá verður fundið upp nýtt heimsmet. Straxið verður hins vegar teygt fram yfir kosningar. Samt verða þá 70.000 fábjánar tilbúnir að trúa á nýtt „strax“ frá hinum sérstæða og einbeitta loddara.