Terroristaþjóðin

Punktar

Bandarísk könnun hefur leitt í ljós, að þjóðir múslima eru ekki hlynntar hryðjuverkum. Hins vegar sker ein þjóð sig úr. Fjórði hver Bandaríkjamaður telur oft eða stundum rétt að beina loftárásum að óbreyttum borgurum. Svo há prósenta þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Því er rangt að saka þjóðir múslima um dálæti á hryðjuverkum. Nær er að saka Bandaríkjamenn um slíkt. Það er ekki bara ríkisstjórn Bush, sem ber ábyrgð á stríðsglæpum ríkisins, heldur stendur þar þétt að baki stór hópur trúarofstækismanna og annarra kjósenda. Sjá grein í Christian Science Monitor.