Ég reið í klukkustund meðfram landfriðunargirðingu milli Þeistareykja og Grjóta, suðaustan Lambafjalla. Hún er ný, sögð liggja til Sandvatns ofan Mývatns, 60 km leið. Þetta var fín girðing úr hönnuðum einangrunarstaurum og rafmagni í hverjum streng. Samt taldi ég jafnmargar kindur í hrauninu innan girðingar og utan. Eins og girðingin væri engin. Það segir mér, að girðingar séu út af fyrir sig engin lausn á landvernd gegn kindum. Þetta eru terroristar, sem láta ekkert standa í vegi fyrirætlana sinna. Ég tel, að upp sé risinn sauðfjárstofn, sem lætur engar girðingar hindra sig.