Undarleg er hegðun Læknafélagsins og félags lýtalækna, sem þverskallast við ósk Landlæknis um upplýsingar um brjóstaaðgerðir. Ég hef þessi félög grunuð um allt annað en dálæti á persónuvernd sjúklinga. Þau eru að reyna að koma í veg fyrir, að upplýsingar berist til þeirra, sem sætt hafa brjóstaaðgerðum. Núna fela þau sig að baki Persónuverndar bófa, sem liggur undir feldi og gefur sér góðan tíma. Úrskurði Persónuvernd bófa, að Landlæknir megi ekki halda skrá yfir aðgerðirnar, verður það enn einn steinninn í minnisvarða um stofnun, sem stendur í vegi fyrir afskiptum kerfisins af margs konar bófum.
