Telegraph er hóra

Fjölmiðlun

Sem málgagn brezka íhaldsins hefur Telegraph lent á villigötum. Hefur tapað sér í hægri öfgum, svo og í hatri á meginlandi Evrópu og Evrópusambandinu. Lengst af var minna tekið eftir, að blaðið varð málgagn risabankanna. Um jól fékk það 250 milljón punda lán hjá hinum alræmda HSBC banka. Síðan hefur það þagað þunnu hljóði um skandal bankans. Risabankarnir hafa einnig náð tökum á heilum ríkjum, Bandaríkjunum og Bretlandi, svo og ríkjasamtökum, Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Það sést vel af TISA-viðræðunum, þar sem Ísland er aðili. Í raun eru risabankar heims orðnir valdameiri en lýðræðislega kjörnir valdhafar.