Tekizt og mistekizt

Punktar

Ef við lítum bara aftur til hrunsins, hefur glæsilega tekizt að rétta við fjárhag og efnahag þjóðarinnar. Endurreisn okkar hefur tekizt á undraverðum hraða og allar hagtölur vísa upp á við. Sé litið til lengri tíma og stærri verkefna, hefur hins vegar margt mistekizt. Bankakerfið var ekki siðvætt, kvótinn komst ekki í þjóðareign og ný stjórnarskrá er ekki til. Okkur hefur tekizt það, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi, að koma skútunni aftur á flot. En það er enn gamla skútan frá hrunflokkunum. Enn vantar endurreisn hugarfars og verðmætamats. Gamla Ísland sést alls staðar gegnum skartklæðin.