Teboðið rotaðist ekki

Punktar

Teboðið fékk 144 atkvæði í fulltrúadeildinni, er 87 repúblikanar samþykktu að aflétta gíslingu bandarísku fjárlaganna. Flokkurinn er klofinn í teboð og umboðsmenn stórfyrirtækja, sem vilja frið til að þéna peninga. Teboðið gekk of langt að mati þeirra, sem eiga þjóðfélagið og vilja ekki rústa því. En það er teboðið, er seiddi þingmenn í fyrsta skipti sem þeir skorast undan hefðbundinni þjónustu við auðmagnið. Teboðið er eina öfluga hugsjónin, sem lifir í bandarískri pólitík. Allt annað er bara “business as usual”. Hægri öfgar bandarískra hugsjóna töpuðu slag, en hafa ekki sagt sitt síðasta.