Taumleysi og refsileysi

Punktar

Viðskiptahættir bankanna í aðdraganda hrunsins einkenndust af „Impunitus“. Í taumleysi, skorti á eftirliti og refsileysi settu bankarnir þjóðina á hvolf. Í bókinni „Bringing Down the Banking System“ eftir Guðrúnu Johnsen notar hún um þetta latínu: Impunitus. Gervifyrirtækjum með nánast ekkert eigið fé voru lánaðir milljarðar án veða. Hún bendir á 20 milljarða lán Glitnis til Stíms. Afleiðing einkavinavæðingar, þar sem siðblindingjum voru afhentir bankarnir og tekið upp eftirlitsleysi. Allt framið í samræmi við snarbilaða pilsfalda-frjálshyggju Davíðs Oddssonar, í fjárhættuspili á kostnað skattborgaranna.