Taugaveiklaður Illugi

Punktar

Illugi Gunnarsson er í hverju taugaveiklunarkastinu á fætur öðru. Fyrst skellir hann fram kröfu um lakara menntaskólanám. Menn eru ýmist forviða eða reiðir, enda er hann að grafa undan menntun. Samhliða leggur hann niður öldungadeild, skærasta ljósið í menntakerfinu. Nú vill hann þar á ofan lengja allt of langan höfundarétt, sem áður náði langt yfir gröf og dauða. Þetta er fyrir þrýsting frá fyrirtækjum í tónlist og kvikmyndum, sem hafa keypt og safnað slíkum rétti. Ekki fyrir þrýsting frá upprunalegum höfundum. Nær væri að semja um styttingu höfundaréttar og ekki síður styttingu og takmörkun einkaleyfa í viðskiptum.