Talsmaður Norðuráls

Punktar

Vilhjálmur Birgisson hefur á þessu ári í vaxandi mæli komið fram sem talsmaður Norðuráls. Meðal annars haldið fram, að Norðurál skili landinu 100 milljörðum króna í útflutningstekjur. Lunginn úr því eru þó upphæðir, sem renna til móður-og systurfélaga erlendis. Koma ekki við í hagkerfinu. Í raun borgar Norðurál eins og önnur stóriðja lítið umfram laun og raforku. Tölur Vilhjálms eru því hrikalega ýktar. Öll landráðafyrirtæki stóriðjunnar nota hækkun í hafi til að firra sig opinberum gjöldum á Íslandi. Raforkan, sem við sóum í stóriðju, væri betur seld í annan rekstur. Fráleitt er að tala um okur á raforku til stóriðju.