Talningin og fíknin

Megrun

Næringarfræðin segir okkur að telja kaloríur ofan í okkur og að fara ekki hærra en læknisfræðilega er ráðlagt. Hún segir okkur líka, að borða aðeins á föstum matmálstímum og að fá okkur bara einu sinni á diskinn. Þannig lýkur leiðsögn, sem gerir ráð fyrir, að allir fari eftir reglunum. Því miður er málið ekki svona einfalt. Sumir ráða ekki við þessar reglur nema með því að líta á ofát sem fíkn. Spurningin er þá, hver sé fíknin. Er hún fíkn í hegðun eða fíkn í efni og hver er þá hegðunin eða efnið? Vísindin svara því tregt, enda er matarfíkn áreiðanlega miklu flóknari en áfengisfíkn eða spilafíkn.