Talar eins og bjáni

Punktar

Pawel Bartoszek segist hafa samþykkt uppkastið að stjórnarskrá, því að hann hafi búist við, að Alþingi mundi síðan lagfæra. Hann samþykkti texta, sem hann telur ófullnægjandi og vonar bara, að aðrir komi og hreinsi upp eftir sig! Þetta er tæpast frambærileg röksemdafærsla. Pawel talar eins og bjáni. Miklu nær er að segja: Ég hef skipt um skoðun. Slíkt er frambærilegt, öllum er heimilt að skipta um skoðun og mættu gera það oftar. En rökin, sem Pawel flytur okkur eru því miður dæmi um ruglið, sem í of miklum mæli einkennir umræðu hér á landi. Meðan svo er mun þjóðinni ekkert miða fram á veginn.