Takmörk eignarlands

Punktar

Allt frá stofnun íslenzka þjóðveldisins hefur þurft að sætta landeigendur og ferðafólk. Í elztu lögum er rækilega fjallað um samskiptin og sú niðurstaða var ítrekuð í náttúruverndarlögum frá 1999. Samkvæmt öllum þessum lögum er teflt saman eignarétti og umgengnisrétti. Í stórum dráttum er öllum heimilt að ferðast að vild um eignarlönd, með nokkrum þröngt skilgreindum skilyrðum. Fara ber varlega um tún og bara tína bláberin upp í sig, svo dæmi séu nefnd. Sumir nýir landeigendur fatta þetta ekki. Telja kannski, að bandarísk eða kínversk lög gildi hér. En íslenzk lög taka í smáatriðum á öllum vafa.