Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er helzti málsvari gömlu yfirstéttarinnar, sem keyrði þjóðina út í hrun. Flytur okkur daglegar fréttaskýringar af góðri framgöngu Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar fyrir Landsdómi. Vitnaleiðslur á þeim bæ hafi leitt í ljós, að allir hafi staðið sig ágætlega í aðdraganda hrunsins. Á öllum póstum hafi menn “litið alvarlegum augum” á þróunina, en “ekkert var hægt að gera”, því að “lagastoðir skorti”. Yfirheyrslurnar hafa raunar leitt í ljós takmarkalausa vangetu gömlu yfirstéttarinnar. Hún var fyrir löngu búin að missa alla stjórn í hendur mestu bófa Íslandssögunnar.
