Takmarkaði svigrúmið

Punktar

Allra fyrst minnkaði ríkisstjórnin tekjur ríkissjóðs af kvótagreifum og ferðaþjónustu. Síðan leiddi hvað af öðru. Setti sjúklinga Landspítalann á brún hengiflugs og næst þá, sem þurfa sjúkraþjálfun. Stafar auðvitað af tugmilljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs. Stóð ekki við dagsgamlan samning um sjúkraþjálfun, því hún hafði notað féð í annað. Forgangur kvótagreifa þýðir, að allir aðrir fara í biðröð eftir skertum peningum. Kosningaloforðin þrútnu fóru í nefndir og nefndanefndir. Enn er ekki vitað, hvað kemur út úr þessu. Ríkisstjórnin takmarkaði fjárráð sín og svigrúm á fyrstu dögum ferils síns.