Takk, Jamie

Veitingar

Jamie Oliver búinn að opna á Borginni og slöngva geisla af heimsfrægð sinni yfir á gamla gleðihúsið. Enn nýtt útlit er komið á elzta matsal landsins. Ég er ekki frá, að þetta sé þeirra bezt. Hönnunin er alþjóðlegt brassière. Afgreiðsla úr eldhúsi afar sein, kúnnar orðnir óþolinmóðir. Risotto í innbökuðum kúlum, umvafið tómötum, olífum og chili, mjög gott og mjög Jamie. „Þorskur“ reyndist saltfiskur, örlítið ofeldaður, umvafinn tómötum og olífum. Jamie elskar tómata. Íslenzkir eru nákvæmari í eldunartíma fiskjar, þar hefur hann ekkert að kenna. Eitt af beztu eldhúsum landsins. Kærar þakkir, Jamie, og mundu að lækka verðið í hádeginu.