Takk fyrir fésbókina

Punktar

Öfugt við marga notendur fésbókar er reynsla mín góð og batnandi. Almenn málefni eru yfirgnæfandi, kisumyndum hefur snarfækkað. Ef ég hef áhuga á einum málaflokki,  gerist ég áskrifandi. Almenna fréttalínan, sem ég fæ, er þó bezti parturinn. Að vísu tekur meiri tíma að rúlla yfir þetta, kannski klukkutíma á dag. Fólk hefur vanizt að skrifa stuttan texta, það hjálpar. Kári Stefáns er þó enn of langorður fyrir fésbók, Gunnar Smári hefur lært að takmarka sig. Bróðir hans, Sigurjón M. Egilsson, er þrælvanur úr fréttunum. Þeir eru meðal höfunda, sem mest áhrif hafa haft á mig sem blogghöfund og fésbókartröll. Hér er nóg til af góðum og vel sögðum staðreyndum.