Taka lán fyrir bréf

Punktar

Paul Krugman hjá New York Times óttast nýja ellilaunastefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hún minnir Krugman á fjármálaráðgjafa, sem segir, að þú eigir ekki nóg fyrir ellinni, en samt eigir þú ekki að spara, heldur taka ríkislán til að kaupa hlutabréf í von um að geta selt gróðann af þeim á elliárunum. Hann telur líklegt, að þetta stefni fjölda Bandaríkjamanna í gjaldþrot á lífsleiðinni og valdi því, að annar fjöldi eigi ekki sent, þegar kemur að ellinni. Krugman telur, að enginn viti borinn ráðgjafi muni ráða fólki að fara þessa leið af fúsum og frjálsum vilja.