Taka bara, gefa ekki

Punktar

Ekki má mynda líkkistur bandarískra hermanna, þegar þær koma heim. Á Walter Reed, aðalsjúkrahúsi hersins, sofa sjúklingar innan um rottur og óþrifnað. Fjölskyldur þeirra svelta. Frægast er, að bandaríska stjórnin tekur enga ábyrgð á hjálparmönnum sínum erlendis. Aðstoðarmenn innrásarinnar í Írak eiga hvergi höfði sínu að halla heima og mega ekki flýja til Bandaríkjanna. Stafar allt af sama megineinkenni hugarfars frjálshyggju, vanþakklætinu. Svertingjar eru sendir í stríð. Krafizt er hollutu af útlendingum. Öllum er þeim gleymt um leið. Það er eðli frjálshyggjunnar að taka bara, gefa ekki.