Tæknin er hornsteinn

Punktar

Hagkerfi Þýzkalands er gerólíkt hagkerfi Bandaríkjanna, þar sem kaupsýsla er hornsteinn. Í Þýzkalandi er tækni hornsteinninn. Bandaríkin hafa neikvæðan viðskiptajöfnuð gagnvart Kína, kaupa þaðan alls kyns ódýrt drasl. Þýzkaland hefur jákvæðan jöfnuð gagnvart Kína, selja þangað flókin tæki. Bandaríkin skulda Kína, Þýzkaland á inni hjá Kína. Vegna þessa mismunar tapaði Þýzkaland minna á bankakreppunni en Bandaríkin. Þýzk tækni reynist samkeppnishæfari en bandarísk kaupsýsla. Gerir Þýzkaland að næstmesta útflutningsveldi heims á eftir Kína. Þar á ofan vilja Þjóðverjar ekki skulda, sem Bandaríkjamönnum þykir gott.