Syriza og píratar?

Punktar

Margt er líkt með Grikklandi og Íslandi. Rosalegar ríkisskuldir, niðurskurður í ríkisrekstri, stóraukin fátækt, ört versnandi heilsukerfi og stéttaskipting. Á báðum stöðum komust auðgreifar hjá byrðum, keyptu fjölmiðla til að temja fólk. Í báðum löndum stóðu hægri stjórnir hina pólitísku vakt. Nú hefur Syriza sett kerfið á hvolf í Grikklandi. Stöðvar einkavæðingu innviða samfélagsins, vill tengja afborganir og vexti við þjóðarhag hvers tíma, ræðst gegn skattaskjólum á aflandseyjum. Hefðbundnir kratar eru nánast horfnir þar. Nýi meirihlutinn er skipaður ungu fólki, sem hafnar hefðbundinni pólitík, kannski líkt og píratar.