Svört framtíð Bjartrar

Punktar

„Við í Bjartri framtíð viljum umfram allt vernda miðhálendið og hafa þjóðgarð þar,“ sagði Björt Ólafsdóttir rétt fyrir kosningar. Nú er Björt orðin ráðherra og leggur til að reisa orkuver við Skrokköldu á miðju hálendinu. Aldrei hefur verið neitt að marka Björtu. Eins og aðrir í Bjartri framtíð segir hún það, sem hentar hverju sinni. Mikið rask mun verða við Skrokköldu, byggingar, skurðir og lón. Björt framtíð lagði í kosningabaráttunni mikla áherzlu á andstöðu sína við þessa tillögu. Minnir á Óttar Proppé, sem orðinn er heilbrigðisráðherra og gerir allt öfugt við það, sem hann lofaði. Þetta er alveg siðlaust lið, svört framtíð.