Svona grennist þú

Megrun

Fátt er vitað um hollt mataræði og þá helzt þetta: Fita í hófi er í lagi, jafnvel mettuð fita. Egg eru holl. Ávaxtasykur er hollur. Fitusýrur eru hollar, mest Omega-3 úr fiski, síður Omega-6 úr jurtaríkinu, sem notist í hófi. Kolvetni, einkum brauð, notist í meira hófi en næringarfræðin segir. Fituskert vara er óholl, enda oftast blönduð sykri eða gervisykri, sem hvor tveggja er afar óhollur. Ýktar megrunarreglur eru til ills, en rétta línan er að hverfa til kolvetnasnauðari og fituríkari fæðu og hafna viðbættum sykri. Á þessu rýrnaði ég um fjörutíu kíló á þremur árum. Nálgast kjörþyngd.