Svínadalur

Frá Þuríðarstöðum í Eyvindardal í Fagradal um Svínadal og meðfram Búðará til Kollaleiru í Reyðarfirði.

Leiðin liggur samsíða Fagradal að austanverðu, milli Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar.

Förum frá Þuríðarstöðum til suðurs inn í Svínadal. Hæstur er dalurinn í 580 metrum. Förum áfram til suðurs. Þegar við komum suður úr dalnum, förum við suðvestur yfir Kollaleiruháls að Kollaleiru í Reyðarfirði.

15,6 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Fönn, Eskifjarðarheiði, Hjálpleysa, Þórdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins