Svínabændur sýna fingur

Punktar

Fyrir ári samþykkti alþingi lög, sem banna aðferð svínabænda við geldingu grísa. Þau tóku gildi um áramótin. Í heilt ár hafa svínabændur haft rúman tíma til að átta sig og laga sig að breytingunni. Geta ekki sýnt fingurinn ári síðar og sagt: Hvernig eigum við að fara að þessu? Svarið er einfalt, bara fara að lögum eins og aðrir. Geta deyft grísi eins og trippi eru deyfð. En treystu á, að gerræðisfullur andstæðingur dýraverndar og náttúruverndar í ráðherrastóli mundi afskaffa lögin eins og rammaáætlunina. Í bananaríki Framsóknartudda afskaffa ráðherrar lög, þegar þeir eru í úrillu skapi.