Svimandi gróði

Punktar

Allt í kringum mig er fólk að reyna að hætta að reykja og er upptekið af því. Ég heyri um tyggjó og plástra, úða og stauta. Allt miðar þetta að því að fólk losni við tjöru án þess að missa af nikótínfíkn. Að fólk spari sér krabbamein og 360 þúsund króna kostnað á ári, sem þýði 600 þúsund króna laun. Það leggi í staðinn út 240 þúsund krónur á ári í nikótínlausnir, sem þýðir 400 þúsund krónur í laun. Ég var svo heppinn fyrir sautján árum, að ekkert af þessu dóti var til. Þess vegna gat ég losnað bæði við tjöruna og fíknina og hef síðan grætt um tuttugu milljónir að vöxtum meðtöldum.