Sviðin jörð í Portúgal

Punktar

Mikil fátækt er hér í Lissabon, betlarar og farandsölumenn. Portúgal er með fátækustu löndum Evrópu. Það hefur ekki grætt eins mikið á Evrópusambandinu og Spánn og Írland, sem eru á flugi. Einu sinni var Portúgal eitt ríkasta land heims, á tímum landafunda. Þá komu drekkhlaðin silfurskip frá Brazilíu til Lissabon. Auðæfin streymdu um landið og settu hefðbundna atvinnuvegi á hliðina. Þetta var eins og olían í sumum löndum nú til dags. Eða eins og stórvirkjanir og stóriðja Íslands. Eftir örfáa áratugi var búið að eyða silfrinu frá Ameríku í vitleysu. Og sviðin jörð var eftir um allt Portúgal.