Skýrsla Evrópuráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu slær því föstu, að Pólland og Rúmenía hafi verið lönd pyndingabúða hennar. Ennfremur, að Svíþjóð, Þýzkaland, Spánn og Ítalíu séu meðal þeirra ríkja, sem leyfðu leyniþjónustunni að taka fólk ólöglega í fangaflugið. Alls telur nefnd Evrópuráðsins, undir forsæti Dick Marty, að 14 Evrópuríki séu að meira eða minna leyti samsek. Þau hafi brotið gegn Evrópusáttmálanum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því eiga margir valdamenn eftir að svara til saka, meðal annars Svíar.
